Keflavík tók á móti KR í frestuðum leik í Pepsi-deild karla í knattspyrnu frá því í 13. umferðinni. Það voru heimamenn sem byrjuðu betur og skoruðu strax eftir tæpar 50 sekúndur. Baldur Sigurðsson bætti svo við tveimur mörkum fyrir KR í sitthvorum hálfleiknum áður en Magnús Þórir Matthíasson jafnaði metin þegar skammt var eftir.
Það var hinsvegar Aron Bjarki Jósepsson sem tryggði gestunum sigur þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Mjög stórt skref sem KR tók með þessum sigri að Íslandsmeistaratitlinum. Þeir eru nú með þriggja stiga forskot á ÍBV þegar tveir leikir eru eftir og framhaldið í þeirra höndum.
Fylgst var með gangi mála í leiknum hér á mbl.is.
Lið Keflavíkur: Ómar Jóhannsson, Viktor Smári Hafsteinsson, Adam Larsson, Guðjón Árni Antoníusson, Brynjar Örn Guðmundsson, Magnús Sverrir Þorsteinsson, Frans Elvarsson, Andri Steinn Birgisson, Hilmar Geir Eiðsson, Guðmundur Steinarsson, Magnús Þórir Matthíasson.
Varamenn: Árni Freyr Ásgeirsson (m), Jóhann Birnir Guðmundsson, Arnór Ingvi Traustason, Ásgrímur Rúnarsson, Ómar Karl Sigurðsson, Grétar Ólafur Hjartarson, Ísak Örn Þórðarson.
Lið KR: Hannes Þór Halldórsson, Dofri Snorrason, Grétar Sigfinnur Sigurðarson, Skúli Jón Friðgeirsson, Guðmundur Reynir Gunnarsson, Baldur Sigurðsson, Bjarni Guðjónsson, Viktor Bjarki Arnarsson, Egill Jónsson, Kjartan Henry Finnbogason, Guðjón Baldvinsson.
Varamenn: Hugi Jóhannesson, Gunnar Þór Gunnarsson, Gunnar Örn Jónsson, Magnús Már Lúðvíksson, Björn Jónsson, Davíð Einarsson.