FH skaust uppfyrir ÍBV

frá leik FH og ÍBV á Kaplakrikavelli í dag.
frá leik FH og ÍBV á Kaplakrikavelli í dag. mbl.is/eggert

FH og ÍBV mættust í 21. og næstsíðustu umferð úrvalsdeildar karla, Pepsi-deildinni, á Kaplakrikavelli klukkan 16.00. FH hefur læðst upp að toppliðunum að undanförnu og nú er svo komið að liðið er í öðru sæti. Fór uppfyrir ÍBV með 4:2 sigri og verður í öðru sæti fram að síðustu umferðinni hið minnsta, sem leikin er á laugardaginn.

Þeir komast ekki ofar þar sem KR er þegar orðið Íslandsmeistari eftir úrslit dagsins en þeir unnu Fylki 3:2. Tryggvi Guðmundsson þurfti að fara af velli snemma leiks en hann fékk um 7 til 8 sentímetra skurð á höfuðið eftir háskaleik Hákons Atla Hallfreðssonar.

Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.

Lið FH: Gunnleifur Gunnleifsson, Ásgeir Gunnar Ásgeirsson, Freyr Bjarnason, Tommy Nielsen, Viktor Örn Guðmundsson, Hólmar Örn Rúnarsson, Hákon Atli Hallfreðsson, Matthías Vilhjálmsson, Ólafur Páll Snorrason, Atli Guðnason, Atli Viðar Björnsson.
Varamenn: Gunnar Sigurðsson (m), Gunnar Kristjánsson, Bjarki Gunnlaugsson, Guðmundur Sævarsson, Jón Ragnar Jónsson, Einar Karl Ingvarsson, Emil Pálsson.

Lið ÍBV: Abel Dhaira, Matt Garner, Rasmus Christiansen, Finnur Ólafsson, Ingvi Magnús Borgþórsson, Arnór Eyvar Ólafsson, Guðmundur Þórarinsson, Tonny Mawejje, Tryggvi Guðmundsson, Ian Jeffs, Aaron Spear.
Varamenn: Albert Sævarsson (m), Kjartan Guðjónsson, Jón Ingason, Kristinn Skæringur Sigurjónsson, Sigurður Grétar Benónýsson, Óskar Elías Zoega Óskarsson, Ólafur Vignir Magnússon.

FH 4:2 ÍBV opna loka
90. mín. Leik lokið
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert