Fram úr fallsæti með sigri í Grindavík

Scott Ramsay og Jón Orri Ólafsson eigast við í fyrri …
Scott Ramsay og Jón Orri Ólafsson eigast við í fyrri viðureign Grindavíkur og Fram í sumar. Ómar Óskarsson

Grindavík og Fram mættust í 21. og næstsíðustu umferð úrvalsdeildar karla, Pepsi-deildinni, á Grindavíkurvelli klukkan 16.00. Fram sigraði 2:1 og komst þar með upp fyrir Grindavík og úr fallsæti. Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.

Byrjunarlið Grindavíkur: Óskar Pétursson - Jamie Patrick McCunnie,  Jóhann Helgason, Scott Ramsey, Orri Freyr Hjaltalín, Ólafur Örn Bjarnason, Magnús Björgvinsson, Óli Baldur Bjarnason, Jósef kristinn Jósefsson, Alexander Magnússon, Haukur Ingi Guðnason.
Varamenn: Elías Fannar Stefnisson (M) - Ray Anthony Jónsson, Michal Pospisil, Hákon Ívar Ólafsson, Guðmundur Andri Bjarnason, Guðmundur Egill Bergsteinsson, Daníel Leó Grétarsson.

Byrjunarlið Fram: Ögmundur Kristinsson - Kristinn ingi Halldórsson, Daði Guðmundsson, Jón Gunnar Eysteinsson, Samuel Lee Tillen, Almarr Ormarsson, Hlynur Atli Magnússon, Samuel Hewson, Steven Lennon, Hólmbert Aron Friðjónsson, Orri Gunnarsson.
Varamenn: Denis Cardaklija (M) - Kristján Hauksson, Hjálmar Þórarinsson, Andri Júlíusson, Jón orri Ólafsson, Davíð Sigurðsson, Stefán Birgir Jóhannesson.

Grindavík 1:2 Fram opna loka
90. mín. Andri Júlíusson (Fram) á skot framhjá Andri hefur farið illa með færin. Lennon renndi boltanum á hann og Andri kom á ferðinni en skrúfaði boltann yfir rétt utan markteigs.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert