KR varð í dag Íslandsmeistari í knattspyrnu karla í 25. sinn eftir 3:2 sigur á Fylki á KR-velli í 21. og næstsíðustu umferð úrvalsdeildar karla, Pepsi-deildarinnar. Á sama tíma tapaði ÍBV sem var í öðru sæti og var eina liðið sem hefði mögulega getað náð KR að stigum.
Þetta er í fyrsta sinn sem KR verður Íslandsmeistari í knattspyrnu karla í átta ár og í fyrsta sinn í 12 ár sem liðið vinnur tvöfalt, þ.e. bæði deildina og bikarkeppnina.
Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.
Lið KR: Hannes Þór Halldórsson - Dofri Snorrason, Skúli Jón Friðgeirsson, Grétar S. Sigurðarson, Guðmundur Reynir Gunnarsson - Bjarni Guðjónsson, Egill Jónsson, Baldur Sigurðsson, Viktor Bjarki Arnarsson - Guðjón Baldvinsson, Björn Jónsson.
Varamenn: Atli Jónasson, Gunnar Örn Jónsson, Torfi Karl Ólafsson, Hróar Sigurðsson, Aron Bjarki Jósepsson, Magnús Már Lúðvíksson, Davíð Einarsson.
Lið Fylkis: Fjalar Þorgeirsson - Trausti Björn Ríkharðsson, Þórir Hannesson, Valur Fannar Gíslason, Kjartan Ágúst Breiðdal - Baldur Bett, Ásgeir Börkur Ásgeirsson, Hjörtur Hermannsson - Ásgeir Örn Arnþórsson, Albert Brynjar Ingason, Styrmir Erlendsson.
Varamenn: Bjarni Þórður Halldórsson, Benedikt Óli Breiðdal, Andri Már Hermannsson, Rúrik Andri Þorfinnsson, Elís Rafn Björnsson, Ásgeir Eyþórsson.