Heimir með nýjan samning við FH

Heimir Guðjónsson.
Heimir Guðjónsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Heimir Guðjónsson verður áfram við stjórnvölinn sem þjálfari karlaliðs FH í knattspyrnu en fram kemur á vef stuðningsmanna félagsins, fhingar.net, að Heimir hafi skrifað undir nýjan samning sem gildir til tveggja ára.

Heimir hefur stýrt FH-liðinu frá árinu 2008 og undir hans stjórn hefur liðið tvívegis orðið Íslandsmeistari, 2008 og 2009, og einu sinni bikarmeistari en það var í fyrra. Þar á undan var Heimir aðstoðarmaður Ólafs Jóhannssonar frá 2005 til 2008 en hann tók við því hlutverki eftir að hafa spilað með Hafnarfjarðarliðinu í mörg ár.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka