Garðar Jóhannsson úr Stjörnunni varð markakóngur Pepsi-deildarinnar í knattspyrnu 2011 þrátt fyrir að hann næði ekki að skora eitt marka Garðabæjarliðsins í 3:4 tapinu gegn Breiðabliki á Kópavogsvelli í dag.
Garðar skoraði 15 mörk í sumar, tveimur meira en Atli Viðar Björnsson sem gerði tvö marka FH í 5:3 sigrinum á Fylki í dag. Atli Viðar skoraði 13 mörk og fær silfurskóinn.
Halldór Orri Björnsson úr Stjörnunni og Kjartan Henry Finnbogason skoruðu 12 mörk hvor, Kjartan í 19 leikjum en Halldór Orri í 21 leik.
Markahæstir í deildinni:
15 Garðar Jóhannsson, Stjörnunni
13 Atli Viðar Björnsson, FH
12 Kjartan Henry Finnbogason, KR
12 Halldór Orri Björnsson, Stjörnunni
11 Kristinn Steindórsson, Breiðabliki
10 Tryggvi Guðmundsson, ÍBV
10 Matthías Vilhjálmsson, FH
9 Albert Brynjar Ingason, Fylki
8 Guðjón Pétur Lýðsson, Val
8 Guðjón Baldvinsson, KR
8 Sveinn Elías Jónsson, Þór
7 Arnar Gunnlaugsson, Fram
7 Björgólfur Takefusa, Víking R.
7 Ingimundur Níels Óskarsson, Fylki
7 Magnús Björgvinsson, Grindavík