Grindvíkingar tryggðu sér áframhaldandi tilverurétt á meðal þeirra bestu með því að sigra ÍBV, 2:1, í 22. og síðustu umferð úrvalsdeildar karla í knattspyrnu, Pepsi-deildarinnar, á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum í dag.
Eyjamenn leika í Evrópudeild UEFA næsta sumar þrátt fyrir tapið því Stjarnan tapaði 3:4 fyrir Breiðabliki á Kópavogsvelli.
Lið ÍBV: Abel Dhaira - Arnór E. Ólafsson, Rasmus Christiansen, Þórarinn I. Valdimarsson, Matt Garner - Finnur Ólafsson, Guðmundur Þórarinsson, Tonny Mawejje, Ian Jeffs, Tryggvi Guðmundsson, Aaron Spear.
Varamenn: Brynjar Gauti Guðjónsson, Albert Sævarsson (m), Yngvi M. Borgþórsson, Kjartan Guðjónsson, Jón Ingason, Óskar E.Z. Óskarsson, Ólafur Vignir Magnússon.
Lið Grindavíkur: Óskar Pétursson - Matthías Örn Friðriksson, Ólafur Örn Bjarnason, Orri Freyr Hjaltalín, Jósef K. Jósefsson, Jamie McCunnie, Jóhann Helgason, Scott Ramsay, Óli Baldur Bjarnason, Haukur Ingi Guðnason, Magnús Björgvinsson.
Varamenn: Ray A. Jónsson, Michal Pospísil, Elías Fannar Stefnisson (m), Hákon Ívar Ólafsson, Guðmundur Andri Bjarnason, Guðmundur Egill Bergsteinsson, Daníel Leó Grétarsson.