Kjartan Henry í stað Alfreðs

Kjartan Henry skoraði grimmt fyrir KR í sumar.
Kjartan Henry skoraði grimmt fyrir KR í sumar. mbl.is

Kjartan Henry Finnbogason úr Íslands- og bikarmeistaraliði KR hefur verið valinn í íslenska landsliðið í knattspyrnu fyrir leikinn gegn Portúgal á föstudaginn í undankeppni EM.

Kjartan kemur í stað Alfreðs Finnbogasonar sem á við meiðsli að stríða. Annar framherji, Kolbeinn Sigþórsson, meiddist í leik með Ajax í dag og í hollenskum fjölmiðlum er sagt að hann muni ekki spila með Íslandi í Portúgal. Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari sagðist í samtali við mbl.is ekki hafa fengið upplýsingar um það en að Kolbeinn myndi gangast undir skoðun á morgun.

Kjartan Henry hefur spilað frábærlega fyrir KR í sumar og skoraði 12 mörk í Pepsideildinni. Hann er nýliði í landsliðinu en á að baki 7 leiki fyrir U21-landslið Íslands.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert