Willum ekki áfram með Keflavík

Willum Þór Þórsson.
Willum Þór Þórsson. mbl.is/Eggert

Keflvíkingar tilkynntu rétt áðan á heimasíðu sinni að Willum Þór Þórsson yrði ekki áfram þjálfari karlaliðs félagsins í knattspyrnu.

Samningur Willums rann út í lok Íslandsmótsins, eftir tvö ár í starfi, og ekki lá fyrir eftir lokaleikinn um helgina hvort leitað yrði eftir framlengingu á honum.

Keflvíkingar enduðu í 6. sæti Pepsi-deildarinnar í fyrra, en lentu í áttunda sætinu í ár eftir að hafa þurft að spila hreinan úrslitaleik um áframhaldandi sæti í deildinni í lokaumferðinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka