Ólafur Örn hættur sem þjálfari Grindavíkur

Ólafur Örn Bjarnason.
Ólafur Örn Bjarnason. mbl.is

Ólafur Örn Bjarnason hefur ákveðið að stíga til hliðar sem þjálfari úrvalsdeildarliðs Grindavíkur í knattspyrnu en hann mun leika áfram með liðinu. Þetta kemur fram á vef Grindvíkinga í dag.

Ólafur tók við þjálfun Grindavíkurliðsins fyrir tímabilið og samhliða þjálfuninni lék hann með liðinu. Fram kemur á vef Grindvíkinga að Ólafur vilji einbeita sér að því að spila með liðinu á næstu leiktíð en hefur fullan hug á því að halda áfram þjálfun í framtíðinni.

Stjórn knattspyrnudeildar Grindavíkur virðir ákvörðun Ólafs Arnar og fagnar því að hann vilji halda áfram sem leikmaður félagsins. Leit að nýjum þjálfara liðsins er þegar hafin.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert