Hannes og Gunnhildur leikmenn ársins

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir.
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir. mbl.is/Árni Sæberg

Hannes Þór Halldórsson, markvörður KR, og Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir,  fyrirliði og miðjumaður Stjörnunnar, voru nú síðdegis útnefnd leikmenn ársins í Pepsi-deildum karla og kvenna í knattspyrnu.

Þau sigruðu í hinu árlega kjöri leikmanna deildanna  tveggja en bæði urðu Hannes og Gunnhildur Íslandsmeistarar með sínum liðum.

Þórarinn Ingi Valdimarsson úr ÍBV var valinn efnilegasti leikmaðurinn í karlaflokki og Hildur Antonsdóttir úr Val í kvennaflokki.

Þjálfarar ársins voru valdir þeir sem stýrðu meistaraliðunum tveimur, Rúnar Kristinsson hjá KR og Þorlákur Árnason hjá Stjörnunni.

Daníel Laxdal úr Stjörnunni var valinn prúðasti leikmaður karla og Laufey Ólafsdóttir prúðasti leikmaður kvenna.

Erlendur Eiríksson var valinn dómari ársins í Pepsi-deild karla og Valdimar Pálsson í Pepsi-deild kvenna.

Miðjan í KR fékk stuðningsmannaverðlaunin hjá körlunum og Silfurskeiðin í Stjörnunni hjá konunum.

Úrvalslið karla skipa eftirtaldir:
Hannes Þór Halldórsson, KR
Daníel Laxdal, Stjörnunni
Skúli Jón  Friðgeirsson, KR
Guðmundur Reynir Gunnarsson, KR
Baldur Sigurðsson, KR
Bjarni Guðjónsson, KR
Halldór Orri Björnsson, Stjörnunni
Matthías Vilhjálmsson, FH
Tryggvi Guðmundsson, ÍBV
Kjartan Henry Finnbogason, KR
Garðar Jóhannsson, Stjörnunni

Úrvalslið kvenna skipa eftirtaldar:
Birna Berg Haraldsdóttir, ÍBV
Anna Björg Kristjánsdóttir, Stjörnunni
Málfríður Erna Sigurðardóttir, Val
Mist Edvardsdóttir, Val
Hallbera Guðný Gísladóttir, Val
Elísa Viðarsdóttir, ÍBV
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Stjörnunni
Laufey Ólafsdóttir, Val
Fanndís Friðriksdóttir, Breiðabliki
Ashley Bares, Stjörnunni
Manya Makoski, Þór/KA

Hannes Þór Halldórsson
Hannes Þór Halldórsson mbl.is/Eggert
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert