Ákveðið að semja við Guðjón

Guðjón Þórðarson.
Guðjón Þórðarson. mbl.is/Ómar Óskarsson

Stjórn knattspyrnudeildar Grindavíkur samþykkti á fundi í gær að hefja formlegar samningaviðræður við Guðjón Þórðarson um að hann taki við þjálfun liðsins. Grindvíkingar vonast til að ganga frá málum um mánaðamótin eða um leið og Guðjón snýr til baka úr fríi frá Flórída.

Sem kunnugt er gengu Guðjón og stjórn knattspyrnudeildar BÍ/Bolungarvíkur frá starfslokum Guðjóns í síðustu viku en Guðjón stýrði Djúpmönnum með góðum árangri á nýliðnu tímabili.

Guðjón sagði í viðtali við Morgunblaðið eftir að ljóst var að hann yrði ekki áfram við stjórnvölinn hjá BÍ/Bolungarvík að hann væri til í að skoða það með opnum huga að taka við þjálfarastarfinu hjá Grindavík en Ólafur Örn Bjarnason, sem þjálfaði liðið í sumar, ákvað eftir tímabilið að hætta sem þjálfari og ætlar að einbeita sér að því að spila á næstu leiktíð.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert