Fjalar hættur með Fylkismönnum

Fjalar handsamar boltann.
Fjalar handsamar boltann. mbl.is/Ómar Óskarsson

Fjalar Þorgeirsson, markvörðurinn snjalli sem varið hefur mark Fylkismanna undanfarin ár, hefur ákveðið segja skilið við Árbæjarliðið. Fjalar er 34 ára gamall. Hann hóf feril sinn með Þrótti Reykjavík en lék einnig með Fram áður en hann gekk í raðir Fylkismanna árið 2006. Þá á Fjalar fimm leiki að baki með A-landsliðinu og tvo með U21 árs liðinu.

„Ég er búinn að eiga sex góð ár hjá Fylki en nú er komið að kaflaskilum og ég vil prófa eitthvað nýtt. Ég tel að ég hafi staðið mig vel en nú vil ég breyta til og fá nýja ákorun í ferilinn. Ég er í fínu standi. Skrokkurinn er í toppstandi, ég er meiðslalaus svo það er engin ástæða til að leggja hanskana á hilluna. Ég á nokkur góð ár eftir. Van der Sar fór til að mynda til Manchester United þegar hann var 34 ára gamall eins og ég er í dag,“ sagði Fjalar við Morgunblaðið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert