Daníel bíður eftir svari

Daníel Laxdal í baráttu við Tryggva Guðmundsson.
Daníel Laxdal í baráttu við Tryggva Guðmundsson. Rax / Ragnar Axelsson

Daníel Laxdal, fyrirliði úrvalsdeildarliðs Stjörnunnar í knattspyrnu, er kominn eftir tíu daga dvöl hjá sænska úrvalsdeildarliðinu Norrköping en þar var hann til skoðunar.

„Það kemur í ljós á næstu dögum hvort mér verður boðinn samningur eða ekki. Ég fékk þau skilaboð frá þjálfaranum að ég hefði staðið mig vel,“ sagði Daníel við Morgunblaðið í gær en hann átti afar gott tímabil með Stjörnumönnum í sumar, var valinn í úrvalslið Pepsi-deildarinnar.

„Mér líst vel á klúbbinn. Aðstaðan hjá honum er mjög góð og ef mér býðst samningur þá er ég til í að skoða það með opnum huga að fara til liðsins. Ef ég fer ekki út þá verð ég áfram í Stjörnunni,“ sagði Daníel en með liði Norrköping leikur Gunnar Heiðar Þorvaldsson. gummih@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert