Fylkismenn hafa gert Eyjamönnum tilboð í knattspyrnumanninn Finn Ólafsson, sem hefur leikið með ÍBV undanfarin tvö ár, en þetta staðfestir Óskar Örn Ólafsson formaður knattspyrnudeildar ÍBV við Fótbolta.net í dag.
Finnur er 27 ára gamall miðjumaður sem kom til Eyjamanna frá HK og hefur verið í stóru hlutverki á miðjunni hjá þeim. Hann er samningsbundinn ÍBV út næsta keppnistímabil.