ÍBV byggir stúku á Hásteinsvelli

Núverandi stúka við Hásteinsvöll er ekki lögleg í efstu deild …
Núverandi stúka við Hásteinsvöll er ekki lögleg í efstu deild eða Evrópukeppni.

ÍBV-íþróttafélag hefur ákveðið að ráðast í byggingu á nýrri stúku við Hásteinsvöll.  Fram kemur á vef Eyjafrétta, að stúkunni sé skipt í fimm bil og eigi að byggja þrjú í fyrsta áfanga.

Kostn­aður er um 46 milljónir en ÍBV-íþróttafélag byggir stúkuna með framlagi fyrirtækja, Vestmannaeyja­bæjar og Knattspyrnusambands Íslands. Er með þessu sagt tryggt, að ÍBV fái keppnisrétt á Hásteinsvelli næsta sumar.

Haft er eftir Tryggva Má Sæmundssyni, fram­kvæmdastjóri ÍBV-íþróttafélags, að stúkan muni fullbyggð taka 770 manns í sæti. Bilin þrjú, sem byggð verða í vetur munu rúma 492 manns í sæti.

Stefnt er að því að framkvæmdir hefjist í desember þegar bærinn hefur samþykkt teikningar og gefið leyfi fyrir stúkunni. Reiknað er með að framkvæmdum verði lokið í lok apríl fyrir fyrsta leik hjá ÍBV í byrjun maí. 

Eyjafréttir.is

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert