Írskur varnarmaður til Fylkismanna

Fylkismenn fá liðsauka frá Írlandi.
Fylkismenn fá liðsauka frá Írlandi. mbl.is/Ernir

Írski knattspyrnumaðurinn David Elebert gengur  til liðs við úrvalsdeildarlið Fylkis í knattspyrnu síðar í dag, samkvæmt frétt á vef stuðningsmanna Árbæjarliðsins.

Elebert er 26 ára gamall varnarmaður og hefur síðustu fimm árin leikið með Hamilton í tveimur efstu deildunum í Skotlandi. Þar á hann að baki 135 deildaleiki og 8 mörk.

Hann var áður á mála hjá enska B-deildarliðinu Preston í fjögur ár, án þess að spila með aðalliðinu þar, en  var lánaður um skeið til Scarborough. Þá á hann að baki þrjá leiki með írska 21-árs landsliðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert