Björgólfur ekki í byrjun móts

Björgólfur Takefusa.
Björgólfur Takefusa. mbl.is/Ómar Óskarsson

Framherjinn Björgólfur Takefusa kemur til með að missa af fyrstu leikjum Fylkismanna í Pepsi-deildinni í knattspyrnu í sumar.

Björgólfur, sem er í láni hjá Árbæjarliðinu frá Víkingi, hefur átti við meiðsli að stríða í hné og lék ekkert með Fylkismönnum í Lengjubikarnum. Hann gekkst undir aðgerð, svokallaða speglun, á hnénu í síðasta mánuði og ljóst má vera að hann verður ekki klár í slaginn þegar flautað verður til leiks á Íslandsmótinu hinn 6. maí.

Björgólfur er byrjaður að skokka en er ekki farinn að sparka í bolta eftir aðgerðina og að sögn forráðamanna Fylkis gæti hann misst af 3-4 fyrstu leikjum liðsins í deildinni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert