Jóhannes Karl skrifaði undir í kvöld

Jóhannes Karl tekur á móti treyju Skagamanna. Með honum á …
Jóhannes Karl tekur á móti treyju Skagamanna. Með honum á myndinni er formaður Knattspyrnufélags ÍA, Ingi Fannar Eiríksson. Ljósmynd/Gísli Gíslason

Knattspyrnumaðurinn Jóhannes Karl Guðjónsson skrifaði í kvöld undir þriggja ára samning við ÍA og fór athöfnin fram á árlegu sjávarréttarhlaðborði Skagamanna á Akranesi.

Jóhannes Karl hefur verið í atvinnumennsku undanfarin 14 ár en koma hans til Skagamanna er mikill hvalreki og hann mun án efa reynast nýliðunum drjúgur í sumar. Jóhannes gekk frá starfslokum sínum við enska C-deildarliðið Hudderfield í fyrradag og kom til Íslands í gær.

Drög voru lögð að búferlaflutningunum í vetur og Jóhannes hefur því fylgst með Skagaliðinu. „Ég hef verið mjög spenntur og hef fylgst með gangi mála hjá þeim. Ég hef fylgst mjög grannt með því hvernig þeir hafa æft og spilað síðan ég ákvað að koma heim,“ sagði Jóhannes Karl við Morgunblaðið í gær en hann hefur leikið með Genk, MVV, Waalwijk, Real Betis, Aston Villa, Wolves, Leicester, Alkmaar, Burnley og Huddersfield á sínum atvinnumannsferli. Hann á auk þess 34 A-landsleiki að baki og skoraði í þeim 1 mark.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert