Bara lúxusvandamál hjá KR-ingum

Bjarni Guðjónsson fyrirliði KR með meistarabikarinn.
Bjarni Guðjónsson fyrirliði KR með meistarabikarinn. mbl.is/Sigurgeir S.

KR hafði betur gegn FH, 2:0, í Meistarakeppni KSÍ sem fram fór á Laugardalsvellinum í gærkvöldi. Kjartan Henry Finnbogason, sem margir tippa á að verði afburðamaður í sumar, sýndi hvers vegna það er og skoraði bæði mörk KR.

Mörkin hefðu auðveldlega getað verið fleiri hjá Kjartani. Hann skoraði bæði mörkin í fyrri hálfleik en á fyrstu 45 mínútunum hafði FH-liðið yfirburði á vellinum sem það náði ekki að nýta. Klaufalegur varnarleikur Hafnfirðinganna kostaði þá tvö mörk og voru FH-ingar þar sjálfum sér verstir.

Með því að skila Meistarabikarnum í hús í gær og deildarbikartitlinum síðastliðinn laugardag eru KR-ingar nú handhafar allra þeirra titla sem liðið getur unnið hjá KSÍ. Vesturbæjarliðið er ótrúlega vel mannað fram á við þrátt fyrir brotthvarf Guðjóns Baldvinssonar.

Sjá nánar umfjöllun um leikinn í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert