Keppni í Pepsi-deild karla í knattspyrnu hefst á sunnudaginn og í dag fylgir Morgunblaðinu 40 síðna sérblað um deildina en þar er fjallað ítarlega um keppnistímabilið sem framundan er og liðin tólf eru kynnt rækilega.
Í blaðinu eru viðtöl við leikmenn eða þjálfara frá öllum tólf liðunum. Ólafur Jóhannesson fyrrum landsliðsþjálfari er sérfræðingur blaðsins og segir sitt álit á liðunum og við hverju má búast af þeim.
Fjallað er um dómarana, þjálfarana og nýja leikmenn, og birtar eru spár um sumarið. Þá er leikjadagskrá sumarsins í blaðinu ásamt allskyns fróðleik um Íslandsmótið.