Grindavík hirti stig af FH

Björn Daníel Sverrisson FH-ingur með boltann í leiknum í kvöld.
Björn Daníel Sverrisson FH-ingur með boltann í leiknum í kvöld. mbl.is/Ómar

Þrátt fyrir margar sóknir tókst FH bara að ná 1:1 jafntefli gegn Grindavík þegar liðin mættust í Kaplakrika í kvöld, þegar fram fór fyrsta umferð efstu deildar karla.

Það dugði FH-ingum ekki að halda boltanum og sækja upp að vítateig Grindvíkinga því enn vantaði færin.  Hinsvegar voru Grindvíkingar snöggir fram og Pape Faye skoraði áður en Björn Daníel Sverrisson jafnaði úr víti á 84. mínútu.

FH mætir Grindavík í fyrstu umferðinni í úrvalsdeild karla í fótbolta, Pepsi-deildinni, á Kaplakrikavelli í Hafnarfirði klukkan 19.15. Fylgst er með gangi mála hér á mbl.is.

Lið FH:  Gunnleifur V. Gunnleifsson, Guðjón Árni Antoníusson, Freyr Bjarnason, Pétur Viðarsson, Björn Daníel Sverrisson, Atli Guðnason, Albert B. Ingason, Guðmann Þórisson, Atli Viðar Björnsson, Ólafur Páll Snorrason, Viktor Örn Guðmundsson.
Varamenn: Róbert Örn Óskarsson, Emil Pálsson, Jón Ragnar Jónsson, Hafþór Þrastarson, Brynjar Ásgeir Guðmundsson, Einar Karl Ingvarsson.

 Lið Grindavík:  Óskar Pétursson, Loic Mbang Ondo, Ray Anthony Jónsson, Pape Mamadou Faye, Matthías Örn Friðriksson, Scott Ramsay, Tomi Ameobi, Gavin Morrison, Ólafur Örn Bjarnason, Óli Baldur Bjarnason, Jósef K. Jósefsson.
Varamenn: Benóný Þórhallsson, Alex Freyr Hilmarsson, Páll Guðmundsson, Björn Berg Bryde, Guðmundur Egill Bergsteinsson, Marko Valdimar Stefánsson, Daníel Leó Grétarsson.

FH 1:1 Grindavík opna loka
90. mín. Leik lokið
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka