Jón Vilhelm hetja ÍA

Jóhannes Karl Guðjónsson fyrirliði ÍA í leiknum í kvöld, sínum …
Jóhannes Karl Guðjónsson fyrirliði ÍA í leiknum í kvöld, sínum fyrsta leik með Skagamönnum í 14 ár. mbl.is/Ómar

Nýliðar ÍA byrja vel í Pepsi-deildinni en þeir unnu sigur á Breiðabliki, 0:1, á útivelli í kvöld. Eina mark leiksins skoraði Jón Vilhelm Ákason í seinni hálfleik. 

Fylgst var með gangi mála í beinni textalýsingu en hana má lesa hér að neðan.

Blikar voru mun betri í fyrri hálfleik og yfirspiluðu Skagann löngum stundum. Þeir sköpuðu sér þó engin alvöru færi.

Í seinni hálfleik komu Skagamenn mun öflugri til leiks og komst Gary Martin í dauðafæri snemma í seinni hálfleik.

Það var einmitt Gary Martin sem lagði upp sigurmarkið en hann kom boltanum inn á teiginn eftir gott hlaup. Þar var mættur Jón Vilhelm Ákason sem skoraði fínt mark úr þröngu færi á 68. mínútu.

Jón Vilhelm hafði komið inn á sem varamaður aðeins sex mínútum áður en hann skoraði en Jón hleypti miklu lífi í sóknarleik ÍA.

Blikar reyndu hvað þeir gátu að jafna undir lok leiksins en Skaginn hélt út og náði í þrjú góð stig á Kópavogsvöllinn.

Byrjunarlið Breiðabliks: Sigmar Ingi Sigurðarson (M), Renee Troost, Finnur Orri Margeirsson, Elfar Árni Aðalsteinsson, Haukur Baldvinsson, Sverrir Ingi Ingason, Jökull I. Elísabetarson, Kristinn Jónsson, Tómas Óli Garðarsson, Petar Rnkovic, Andri Rafn Yeoman.
Varamenn: Ingvar Þór Kale  (M), Sindri Snær Magnússon, Rafn  Andri Haraldsson, Olgeir Sigurgeirsson, Arnar Már Björgvinsson, Árni Vilhjálmsson,  Þórður Steinar Hreiðarsson.

Byrjunarlið ÍA: Páll Gísli Jónsson (M), Aron Ýmir Pétursson,  Kári Ársælsson, Ármann Smári Björnsson, Gary Martin, Jóhannes Karl Guðjónsson, Garðar Gunnlaugsson, Arnar Már Guðjónsson, Andri Adolphsson, Mark Doninger, Einar Logi Einarsson.
Varamenn: Árni Snær Ólafsson (M), Jón Vilhelm Ákason, Ólafur Valur Valdimarsson, Guðmundur Böðvar Guðjónsson, Eggert Kári Karlsson, Dean Martin, Andri Geir Alexandersson. 

Breiðablik 0:1 ÍA opna loka
90. mín. Gary Martin (ÍA) á skot sem er varið +1. Komst í gegn en Sigmar varði.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka