Selfoss byrjaði á sigri

Christian Olsen framherji ÍBV sækir að marki Selfyssinga í leiknum …
Christian Olsen framherji ÍBV sækir að marki Selfyssinga í leiknum í kvöld. Ljósmynd/Guðmundur Karl

Selfoss krækti sér í þrjú stig þegar liðið vann ÍBV 2:1 í fyrsta leik Pepsideildarinnar í knattspyrnu á Selfossvelli í dag en nýliðunum hefur af öllum verið spáð botnsæti deildarinnar í sumar.

Leikurinn var fjörugur og voru heimamenn heldur sprækari og sigur þeirra því sanngjarn. Ólafur Karl Finsen skoraði fyrsta mark Íslandsmótsins úr vítaspyrnu á 6. mínútu og Jón Daði Böðvarsson bætti öðru marki við fyrir hlé. Þórarinn Ingi Valdimarsson svaraði fyrir Eyjamenn úr vítaspyrnu á 81. mínútu.

Lið Selfoss: Ismet Duracak - Jon André Röyrane, Stefán Ragnar Guðlaugsson, Endre Ove Brenne, Andri Freyr Björnsson, Ivar Skjerve, Babacar Sarr, Ingólfur Þórarinsson, Jón Daði Björnsson, Abdoulaye Ndiaye, Ólafur Karl Finsen.
Varamenn: Sigurður E. Guðlaugsson, Viðar Örn Kjartansson, Gunnar Már Hallgrímsson (M), Joe Tillen, Robert Sandnes, Tómas Leifsson, Magnús Ingi Einarsson.

Lið ÍBV: Abel Dhaira - Arnór E. Ólafsson, Rasmus Christiansen, Brynjar Gauti Guðjónsson, Matt Garner - Tonny Mawejje, Guðmundur Þórarinsson, George Baldock, Ian Jeffs, Þórarinn Ingi Valdimarsson, Christian Olsen.
Varamenn: Albert Sævarsson (M), Yngvi Magnús Borgþórsson, Ragnar Leósson, Jón Ingason, Gauti Þorvarðarson, Bjarki Axelsson, Víðir Þorvarðarson.

Selfoss 2:1 ÍBV opna loka
90. mín. Leik lokið
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert