Stjarnan vann upp tveggja marka forskot KR

Óskar Örn Hauksson KR-ingur í baráttu við Ingvar Jónsson markvörð …
Óskar Örn Hauksson KR-ingur í baráttu við Ingvar Jónsson markvörð Stjörnunnar. Tryggvi Bjarnason fylgist með. mbl.is/Árni Sæberg

KR mætti Stjörnunni í fyrstu umferðinni í úrvalsdeild karla í fótbolta, Pepsi-deildinni, á KR-vellinum klukkan 19.15. KR komst í 2:0 í síðari hálfleik en Stjarnan vann upp forskotið og nældi í stig. Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.

KR: Hannes Þór Halldórsson - Haukur Heiðar Hauksson, Grétar S. Sigurðarson, Rhys Weston, Gunnar  Þór Gunnarsson - Bjarni Guðjónsson, Baldur Sigurðsson, Viktor Bjarki Arnarsson - Emil Atlason, Kjartan Henry Finnbogason, Óskar Örn Hauksson.

Varamenn: Fjalar Þorgeirsson (M), Egill Jónsson, Þorsteinn Már Ragnarsson, Dofri Snorrason, Magnús  Már Lúðvíksson, Atli Sigurjónsson, Davíð Einarsson.

Stjarnan: Ingvar Jónsson - Jóhann Laxdal, Alexander Scholz, Tryggvi Bjarnason, Hörður Árnason - Baldvin Sturluson, Daníel Laxdal, Atli Jóhannsson - Gunnar Örn Jónsson, Garðar Jóhannsson, Kennie Chopart.
Varamenn: Arnar Darri Pétursson (M), Hilmar Þór Hilmarsson,  Halldór Orri Björnsson, Bjarki Páll Eysteinsson, Sindri Már Sigurþórsson, Snorri Páll Blöndal, Darri Steinn Konráðsson.

KR 2:2 Stjarnan opna loka
90. mín. Baldur Sigurðsson (KR) á skot framhjá Óskar gaf stórhættulega fyrirgjöf frá vinstri inn á markteiginn. Þar kom Baldur á ferðinni eins og hann gerir svo oft en hann teygði sig í boltann og hitti ekki markið. Þarna átti Baldur að gera betur.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert