Ólafur H. Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, sagði við mbl.is eftir markalausa jafnteflið við ÍBV í Pepsi-deild karla í knattspyrnu í Vestmannaeyjum í kvöld að margt ágætt hefði verið í leik sinna manna.
Ólafur sagði að þeir hefðu tekið það jákvæða með sér úr fyrsta leiknum, og skapað sér marktækifæri, sem liðið hefði ekki gert þá. Hann yrði að sætta sig við niðurstöðu leilksins en að sjálfsögðu hefði takmarkið verið að sækja þrjú stig til Eyja.
Ólafur sagði að hvorki hann né leikmennirnir væru að fara á taugum fyrir því að hafa enn ekki skorað mark í deildinni, í fyrstu tveimur leikjunum, en hann vissi ekki um aðra.