Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu hefst á sunnudaginn og verður þá spiluð heil umferð. Íslandsmeistarar Stjörnunnar fara norður til Akureyrar og heimsækja Þór/KA en Stjarnan varð meistari meistaranna á dögunum.
Deildabikarmeistarar Breiðabliks taka á móti Fylki í Kópavoginum. Í Vestmannaeyjum verður áhugaverður slagur á milli ÍBV og Vals en þessi lið verða væntanlega bæði í toppbaráttunni. Nýliðar Selfoss taka á móti KR og hinir nýliðarnir í FH fara í Mosfellsbæ og mæta Aftureldingu.
Fyrirfram má búast við því að fjögur lið geti blandað sér í baráttuna um titilinn: Stjarnan, Breiðablik, Valur og ÍBV. Þór/KA og Fylkir hafa verið sterk undanfarin ár en vantar líklega meiri mannskap til að blanda sér í baráttuna í þetta skiptið. Nýliðar FH gætu orðið sterkir en gera má ráð fyrir því að Afturelding, KR og Selfoss verði í fallbaráttu.
Sjá nánar í 8 síðna íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.