Björn Daníel tryggði FH sigur á Selfossi

Atli Viðar Björnsson og félagar í FH fengu fjögur stig …
Atli Viðar Björnsson og félagar í FH fengu fjögur stig úr fyrstu tveimur leikjunum. mbl.is/Ómar

Björn Daníel Sverrisson var hetja FH-inga í kvöld er liðið lagði Selfoss, 0:1, í Pepsi-deildinni í fótbolta. Þetta er annar sigur FH í röð í deildinni en aftur á móti annað tap Selfyssinga í röð.

Fyrri hálfleikurinn var bráðskemmtilegur en liðin spiluðu góðan fótbolta og skiptust á að sækja. FH-ingar fengu nokkur dauðafæri en tókst ekki að skora. Selfyssingar skutu aftur á móti meira fyrir utan teig og átti Gunnleifur í litlum vandræðum með þau skot.

Það dró aðeins af liðunum í seinni hálfleik en áfram voru það FH-ingar sem fengu færin. Atli Guðnason, Atli Viðar og Ólafur Páll fengu allir kjörin tækifæri til að skora en fóru illa með tækifærin.

Gestirnir úr Hafnafirði brutu þó ísinn loksins á 79. mínútu. Björn Daníel Sverrisson skoraði þá glæsilegt mark með hörkuskoti úr teignum. Virklega vel afgreitt hjá Birni sem átti fínan leik.

Selfyssingar gerðu hvað þeir  gátu til að jafna metin undir lokin en sterk vörn FH hélt heimamönnum í skefjum.

FH hefur því sjö stig eftir þrjá leiki en Selfoss  er aðeins með 3 stig eftir einn sigur og tvö töp.

Nánari umfjöllun um leikinn verður í Morgunblaðinu í fyrramálið en myndbandsviðtöl koma inn á mbl.is seinna í kvöld.

Byrjunarlið Selfoss: Ismet Duracak (M), Ivar Skjerve, Stefán Ragnar Guðlaugsson, Endre Over Brenne, Andri Freyr Börnsson, Babacar Sarr, Ingólfur Þórarinsson, Jon Andre Royrane, Ólafur Karl Finsen, Jón Daði Böðvarsson, Abdoulaye Ndiyaye.
Varamenn:
Gunnar Már Hallgrímsson (M), Sigurður Eyberg  Guðlaugsson, Agnar Bragi Magnússon, Viðar Örn Kjartansson, Joe Tillen, Robert Sandnes, Tómas  Leifsson.

Byrjunarlið FH: Gunnleifur Gunnleifsson (M), Guðjón Árni Antoníusson, Guðmann Þórisson, Freyr Bjarnason, Viktor Örn Guðmundsson, Pétur Viðarsson, Bjarki Bergmann Gunnlaugsson, Björn Daníel Sverrisson, Ólafur Páll Snorrason, Atli Guðnason, Atli Viðar Björnsson.
Varamenn:
Róbert Örn Óskarsson (M), Emil  Pálsson, Albert Brynjar Ingason,  Jón Ragnar Jónsson, Hafþór Þrastarson, Brynjar Ásgeir Guðmundsson, Hólmar Örn Rúnarsson.  

Selfoss 0:1 FH opna loka
90. mín. Joe Tillen (Selfoss) á skot sem er varið Aukaspyrnan beint í hendur Gunnleifs.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert