Fjórar vítaspyrnur þegar KR vann ÍBV

George Baldock hjá ÍBV og Egill Jónsson hjá KR í …
George Baldock hjá ÍBV og Egill Jónsson hjá KR í leiknum í kvöld. mbl.is/Ómar

KR vann ÍBV 3:2 á KR-vellinum í þriðju umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta í kvöld. Kjartan Henry Finnbogason skoraði öll mörk KR og öll úr vítaspyrnum.

Alls dæmdi Magnús Þórisson fjórar vítaspyrnur í leiknum og þá síðustu fékk ÍBV á 90. mínútu. Hannes Þór Halldórsson tryggði KR sigurinn þegar hann varði vítaspyrnuna frá Matt Garner.

KR hafði yfir 2:0 að loknum fyrri hálfleik, eftir tvær vítaspyrnur Kjartans, en ÍBV jafnaði 2:2 í seinni hálfleik með mörkum frá Aaron Spear og Tonny Mawejje.

Lið KR: Hannes Þór Halldórsson - Haukur Heiðar Hauksson, Rhys Weston, Grétar S. Sigurðarson, Guðmundur Reynir Gunnarsson - Bjarni Guðjónsson, Baldur Sigurðsson, Viktor Bjarki Arnarsson - Dofri Snorrason, Kjartan Henry Finnbogason, Óskar Örn Hauksson.
Varamenn: Egill Jónsson, Gunnar Þór Gunnarsson, Þorsteinn Már Ragnarsson, Emil Atlason, Magnús Már Lúðvíksson, Fjalar Þorgeirsson (M), Atli Sigurjónsson.

Lið ÍBV: Abel Dhaira - Arnór Eyvar Ólafsson, Rasmus Christiansen, Brynjar Gauti Guðjónsson, Matt Garner - Tonny Mawejje, George Baldock, Ian Jeffs, Guðmundur Þórarinsson, Víðir Þorvarðarson, Christian Olsen.
Varamenn: Yngvi Magnús Borgþórsson, Aaron Spear, Ragnar Leósson, Gauti Þorvarðarson, Eyþór Helgi Birgisson, Guðjón Orri Sigurjónsson (M), Bjarki Axelsson.

KR 3:2 ÍBV opna loka
90. mín. Rhys Weston (KR) fær gult spjald Fyrir brot á vallarhelmingi KR
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert