Fyrstu stig til Fram eftir magnaðan seinni hálfleik

Þorvaldur Örlygsson og hans menn í Fram töpuðu fyrstu tveimur …
Þorvaldur Örlygsson og hans menn í Fram töpuðu fyrstu tveimur leikjum sínum. mbl.is/Kristinn

Framarar skoruðu fyrstu fjögur mörk sín á leiktíðinni öll í seinni hálfleik þegar þeir unnu 4:3 sigur á Grindavík í 3. umferð Pepsideildarinnar í kvöld. Grindavík var 3:1 yfir þegar liðið missti Alexander Magnússon af velli með rautt spjald á 57. mínútu.

Grindavík var 2:0 yfir í hálfleik með mörkum frá Tomi Ameobi og Pape Mamadou Faye. Almarr Ormarsson minnkaði muninn í upphafi seinni hálfleiks en Mikael Eklund jók hann á ný fyrir Grindavík. Alexander fékk svo sitt annað gula spjald og þar með rautt. Framarar nýttu liðsmuninn vel. Ásgeir Gunnar Ásgeirsson skoraði strax og Kristinn Ingi Halldórsson jafnaði metin með frábæru marki. Steven Lennon tryggði svo sigurinn með öðru fallegu marki.

Grindavík er með eitt stig eftir þrjá leiki en þetta voru fyrstu þrjú stig Framara.

Fram: Ögmundur Kristinsson - Alan Lowing, Ásgeir Gunnar Ásgeirsson, Kristján Hauksson, Sam Tillen - Halldór Hermann Jónsson, Samuel Hewson, Almarr Ormarsson - Kristinn Ingi Halldórsson, Steven Lennon, Hólmbert Aron Friðjónsson.
Varamenn: Denis Cardaklija, Daði Guðmundsson, Jón Gunnar Eysteinsson, Orri Gunnarsson, Sveinbjörn Jónasson, Gunnar Oddgeir Birgisson, Stefán Birgir Jóhannesson.

Grindavík: Óskar Pétursson - Ray Anthony Jónsson, Loic Ondo, Ólafur Örn Bjarnason, Mikael Eklund, Jósef Kristinn Jósefsson - Óli Baldur Bjarnason, Alexander Magnússon, Scott Ramsay - Tomi Ameobi, Pape Mamadou Faye.
Varamenn: Benóný Þórhallsson, Alex Freyr Hilmarsson, Páll Guðmundsson, Gavin Morrison, Björn Berg Bryde, Marko Valdimar Stefánsson, Jordan Edridge.

Fram 4:3 Grindavík opna loka
90. mín. Leik lokið
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka