Guðjón: Óöruggir og taugaveiklaðir

Guðjón Þórðarson þjálfari Grindavíkur var mjög vonsvikinn með úrslitin gegn Fram í kvöld og frammistöðu sinna manna í seinni hálfleiknum þar sem þeir fengu á sig fjögur mörk.

Grindavík hefur nú fengið á sig átta mörk í tveimur leikjum og segir Guðjón það gerast þegar menn vinni ekki sína grundvallarvinnu.

Hann hafði ekkert út á rauða spjaldið sem Alexander Magnússon fékk að setja en sagði samræmi hafa vantað í dómgæsluna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka