FH ekki í vandræðum með Breiðablik

Bjarki Gunnlaugsson og Jökull Elísarbetarson í baráttunni í Krikanum í …
Bjarki Gunnlaugsson og Jökull Elísarbetarson í baráttunni í Krikanum í kvöld. mbl.is/Ómar Óskarsson

FH vann auðveld­an sig­ur á Breiðabliki, 3:0, í 4. um­ferð Pepsi-deild­ar­inn­ar og er nú búið að vinna þrjá leiki í röð.

Fyr­ir leik­inn höfðu FH-ing­ar aðeins skorað þrjú mörk í fyrstu þrem­ur leikj­um sín­um en Blikar ekki nema eitt mark. Stífl­an brast loks hjá FH í kvöld en það sama verður ekki sagt um Breiðablik.

Björn Daní­el Sverris­son kom FH yfir með marki úr víta­spyrnu á 25. mín­útu en hún var dæmd þegar bolt­inn fór í hönd Sverr­is Inga Inga­son­ar inn teig Breiðabliks. Björn sendi Sig­mar í rangt horn og þannig stóð í hálfleik, 1:0.

Í seinni hálfleik fóru FH-ing­ar gjör­sam­lega á kost­um og sóttu stans­laust. Það skilaði tveim­ur mörk­um frá Ólafi Páli Snorra­syni á 54. og 58. mín­útu en Atli Guðna­son lagði bæði mörk­in upp.

Fleiri hefðu mörk­in svo sann­ar­lega getað verið hjá FH en Sig­mar Ingi sá til þess að töl­urn­ar urðu ekki ljót­ari fyr­ir Blikana. Elf­ar Árni Aðal­steins­son komst næst því að skora fyr­ir Breiðablik þegar hann skallaði í slána. Loka­töl­ur, 3:0.

FH var að vinna sinn þriðja sig­ur í röð og er komið með tíu stig í deild­inni en Blikar eru áfram með fjög­ur stig.

Fylgst var með gangi mála í beinni texta­lýs­ingu hér á mbl.is. 

Nán­ari um­fjöll­un um leik­inn verður í Morg­un­blaðinu í fyrra­málið en mynd­bandsviðtöl kom inn á mbl.is seinna í kvöld.

Byrj­un­arlið FH: Gunn­leif­ur Gunn­leifs­son (M), Guðjón Árni Ant­on­íus­son, Guðmann Þóris­son, Freyr Bjarna­son, Vikt­or Örn Guðmunds­son, Pét­ur Viðars­son, Bjarki Berg­mann Gunn­laugs­son, Björn Daní­el Sverris­son, Ólaf­ur Páll Snorra­son, Atli  Guðna­son, Atli Viðar Björns­son.
Vara­menn:
Ró­bert Örn Óskars­son (M), Danny Just­in Thom­as, Emil Páls­son, Al­bert Brynj­ar Inga­son, Jón Ragn­ar Jóns­son, Hafþór Þrast­ar­son, Hólm­ar  Örn Rún­ars­son.

Byrj­un­arlið Breiðabliks: Sig­mar Ingi Sig­urðar­son (M), Þórður Stein­ar Hreiðars­son, Renee Troost, Sverr­ir Ingi Inga­son, Krist­inn Jóns­son, Hauk­ur Bald­vins­son, Jök­ull I. Elísa­bet­ar­son, Finn­ur Orri  Mar­geirs­son, Tóm­as Óli Garðars­son, Pet­ar Rn­kovic, Elf­ar Árni Aðal­steins­son. 
Vara­menn:
Ingvar Þór Kale (M), Sindri Snær Magnús­son, Rafn  Andri Har­alds­son, Arn­ar Már Björg­vins­son, Árni Vil­hjálms­son, Guðmund­ur Pét­urs­son, Stefán Þór Páls­son.

FH 3:0 Breiðablik opna loka
skorar úr víti Björn Daníel Sverrisson (25. mín.)
skorar Ólafur Páll Snorrason (54. mín.)
skorar Ólafur Páll Snorrason (58. mín.)
Mörk
mín.
90 Leik lokið
+3. Þriðji sigur FH í röð.
90 Breiðablik fær hornspyrnu
+1.
90 Emil Pálsson (FH) á skot framhjá
81 Albert Brynjar Ingason (FH) kemur inn á
81 Guðmann Þórisson (FH) fer af velli
Gamli Blikinn fær standandi lófatak frá FH-ingum í stúkunni.
81 Hólmar Örn Rúnarsson (FH) á skot framhjá
80 FH fær hornspyrnu
Klaufagangur hjá Blikum.
78 Hólmar Örn Rúnarsson (FH) kemur inn á
78 Bjarki Gunnlaugsson (FH) fer af velli
76 Sindri Snær Magnússon (Breiðablik) kemur inn á
76 Tómas Óli Garðarsson (Breiðablik) fer af velli
75 Breiðablik fær hornspyrnu
74
Það er vægt til orða tekið þegar sagt er að heimamenn hafi tekið völdin hér í seinni hálfleikinn. Eru gjörsamlega að valta yfir Blikana sem eiga hér skot í innkast.
73 Emil Pálsson (FH) á skot í þverslá
Hirðir frákastið og neglir í slánna.
73 Ólafur Páll Snorrason (FH) á skot sem er varið
Sigmar ver út í teiginn.
71 Atli Viðar Björnsson (FH) á skalla sem er varinn
Dauðafæri. Skalli af tveggja metra færi en Sigmar ver í slá.
69 Emil Pálsson (FH) kemur inn á
69 Atli Guðnason (FH) fer af velli
Fær standandi lófatak.
68 Björn Daníel Sverrisson (FH) á skot framhjá
Hátt yfir.
66 Ólafur Páll Snorrason (FH) á skot sem er varið
62 Breiðablik fær hornspyrnu
62 Breiðablik fær hornspyrnu
62 Elfar Árni Aðalsteinsson (Breiðablik) á skalla í þverslá
Óheppinn að skora ekki.
61 Árni Vilhjálmsson (Breiðablik) kemur inn á
61 Haukur Baldvinsson (Breiðablik) fer af velli
61 Rafn Andri Haraldsson (Breiðablik) kemur inn á
61 Petar Rnkovic (Breiðablik) fer af velli
58 MARK! Ólafur Páll Snorrason (FH) skorar
Staðan er 3:0. FH-ingar eru að valta yfir Blikana. Atli Guðnason hirðir boltann af einum varnarmanni Blika og æðir að marki. Hann er óeigingjarn og gefur á Ólaf Pál sem skorar í tómt netið þar sem Sigmar var kominn út úr markinu til að reyna bjarga.
57 Björn Daníel Sverrisson (FH) á skot framhjá
Leikur snyrtilega á Troost og skýtur rétt framhjá með hægri fæti.
56
FH-ingar komu þeim skilaboðum til blaðamanna að Gylfi Þór Sigurðsson hafi stokkið upp og klappað þegar Ólafur Páll skoraði. Eru ekkert að gefa sinn mann eftir til Blika.
55 Björn Daníel Sverrisson (FH) á skot framhjá
Það fór auðvitað allt að gerast eftir að maður sagði seinni hálfleikinn byrja rólega. Ólafur búinn að skora og Björn með hörkuskot núna yfir markið.
54 MARK! Ólafur Páll Snorrason (FH) skorar
Staðan er 2:0. Ólafur Páll af stuttu færi eftir glæsilegan undirbúning Atla Guðnasonar.
53
Seinni hálfleikur byrjar rólega eins og sá fyrri.
46 Leikur hafinn
45 Hálfleikur
+2. FH-ingar leiða í hálfleik. Eina markið kom úr vítaspyrnu sem Björn Daníel Sverrisson skoraði úr.
39 Elfar Árni Aðalsteinsson (Breiðablik) á skot framhjá
Svaka sprell í gangi. Guðmann á ömurlega sendingu til baka á Gunnleif sem ætlar að gefa út til vinstri á Viktor Örn. Hann drífur ekki út úr teignum og Elfar kemst inn í sendinguna. Hann reynir aftur á móti skot úr þröngu færi í staðinn fyrir að gefa hann á Rnkovic sem var einn fyrir opnu marki.
31 FH fær hornspyrnu
28 Jökull I. Elísabetarson (Breiðablik) á skot framhjá
Hættulaust.
25 MARK! Björn Daníel Sverrisson (FH) skorar úr víti
Sendir Sigmar í rangt horn.
25 FH fær víti
Guðjón Árni árni ætlar að gefa boltann fyrir en Sverrir stöðvar boltann með hendinni.
23 Kristinn Jónsson (Breiðablik) á skot framhjá
Kristinn Jónsson sendir aukaspyrnu frá hægri inn á teiginn. Það kemur enginn við boltann og hann siglir rétt framhjá. Gunnleifur var búinn að missa af þessum. Blikar óheppnir að skora ekki.
18
Viktor Örn með falleg tilþrif á vinstri kantinum og fíflar Þórð Steinar upp úr skónum. Fyrirgjöfin klikkar þó. Hafnar í nærstönginni.
14 Björn Daníel Sverrisson (FH) á skot sem er varið
Langskot sem Sigmar ver auðveldlega. Björn hefði betur gefið boltann á Atla Viðar sem var í góðu færi.
11 Þórður Steinar Hreiðarsson (Breiðablik) á skot sem er varið
Utanfótar skot af 20 metra færi. Gunnleifur grípur.
8 Sverrir Ingi Ingason (Breiðablik) á skalla sem fer framhjá
Eftir hornspyrnuna. Engin hætta.
7 Breiðablik fær hornspyrnu
5
Fátt markvert gerst fyrstu mínúturnar.
0 Leikur hafinn
Góða skemmtun.
0
Liðin eru að ganga inn á völlinn. Þetta er að byrja.
0
Bæði þessi lið hafa múrað heldur betur fyrir markið hjá sér í fyrstu umferðunum. Varnarleikurinn hefur verið í aðalhlutverki og hafa bæði FH-ingar og Blikar fengið aðeins á sig eitt mark í þremur leikjum. Því miður hafa þau ekki skorað mikið. FH-ingar eru með eitt mark í leik en Blikar eitt mark, punktur. Maður vonast eftir markaleik í kvöld en það er fátt sem bendir til þess.
0
Fimmtán mínútur í leik og stúkan er nú enn langt frá því að fyllast. Væntanlega ennþá hópur af fólki að tala við Íþróttaálfinn og fá áritun hjá Gylfa Sig.
0
Liðin eru mætt út á völl að hita upp. Blikar mættu töluvert fyrr í upphitun en FH-ingar. Reynir Leósson er að fara aðstoða við lýsingu á þessum leik og gengur hér um völlinn og spjallar við mann og annan.
0
Danny Justin, nýjasti leikmaður FH, er kominn inn í leikmannahópinn, og tekur sér sæti á bekknum. Justin er Englendingur sem getur leyst margar stöður á vellinum.
0
Þegar FH og Blikar mættust hér í Kaplakrika á síðasta tímabili unnu heimamenn öruggan sigur, 4:1. Björn Daníel Sverrisson, Pétur Viðarsson, Atli Viðar Björnsson og Hólmar Örn Rúnarsson skoruðu mörk FH. Haukur Baldvinsson skoraði mark Blika og Jökull Ingason Elísabetarson fékk sjaldséð rautt spjald. Sá leikur var í beinni útsendingu en þessi leikur verður einnig í beinni sjónvarpsútsendingu.
0
Það er húrrandi fjölskyldustemning hér í Kaplakrika fyrir leik. Íþróttaálfurinn fer á kostum, hoppandi og skoppandi og þá er Gylfi nokkur Sigurðsson að skrifa eiginhandaráritanir í tonnavís. Einnig er verið að grilla og kokkarnir eru ekki af ódýrari gerðinni. Gömlu FH-ingarnir Jón Þorgrímur Stefánsson og Baldur Bett.
0
Byrjunarliðin eru klár. FH-ingar eru með óbreytt lið frá sigrinum gegn Selfossi en Blikar gera eina breytingu. Rnkovic kemur aftur inn í framlínuna í stað Árna Vilhjálmssonar.
0
Breiðablik hefur ekki unnið FH í efstu deild í Kaplakrika síðan 1995 þegar Rastislav Lazorik skoraði þrennu í 4:2 sigri Kópavogsliðsins. Blikar hafa aðeins sótt þangað 2 stig af 21 mögulegu á þessari öld. Í heildina hefur Breiðablik hinsvegar unnið 15 leiki og FH 13 af 34 viðureignum þeirra í efstu deild frá 1976.
0
FH er í öðru sæti deildarinnar með 7 stig eftir þrjár umferðir en Breiðablik var í 7. sæti með 4 stig þegar fjórða umferðin hófst fyrr í dag.
Sjá meira
Sjá allt

FH: (M), .
Varamenn: (M), .

Breiðablik: (M), .
Varamenn: (M), .

Skot: Breiðablik 6 (2) - FH 13 (8)
Horn: FH 2 - Breiðablik 5.

Lýsandi:
Völlur: Kaplakriki
Áhorfendafjöldi: 2.060

Leikur hefst
20. maí 2012 20:00

Aðstæður:
Léttskýað, gola og völlurinn góður.

Dómari: Erlendur Eiríksson
Aðstoðardómarar: Jóhann Gunnar Guðmundsson og Frosti Viðar Gunnarsson

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
03.04 22:00 Ísland : Noregur
04.04 18:00 Sviss : Frakkland
07.04 22:00 Ísland : Sviss
08.04 17:00 Noregur : Frakkland
29.05 22:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
02.06 22:00 Ísland : Frakkland
02.06 22:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
03.04 22:00 Ísland : Noregur
04.04 18:00 Sviss : Frakkland
07.04 22:00 Ísland : Sviss
08.04 17:00 Noregur : Frakkland
29.05 22:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
02.06 22:00 Ísland : Frakkland
02.06 22:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert