Skagamenn héldu sigurgöngu sinni áfram í Pepsi-deildinni í knattspyrnu í kvöld þegar þeir lögðu Keflvíkinga, 3:2, á heimavelli. Það var varamaðurinn Garðar Gunnlaugsson sem tryggði nýliðunum sigurinn með marki á lokamínútum leiksins.
Skagamenn hafa þar með unnið alla fjóra leiki sína og tróna á toppnum en Keflvíkingar eru með 4 stig eftir fjóra leiki og töpuðu öðrum leik sínum í röð.
Gary Martin og Ólafur Valur Valdimarsson skoruðu tvö fyrri mörk ÍA en Keflvíkingar jöfnuðu leikinn í tvígang og þar voru að verki Guðmundur Steinarsson og Arnór Ingvi Traustason.
Lið ÍA: Páll Gísli Jónsson, Aron Ýmir Pétursson, Kári Ársælsson, Ármann Smári Björnsson, Gary Martin, Jóhannes Karl Guðjónsson, Garðar B. Gunnlaugsson, Jón Vilhelm Ákason, Arnar Már Guðjónsson, Mark Doninger, Einar Logi Einarsson.
Varamenn: Árni Snær Ólafsson, Ólafur V. Valdimarsson, Guðmundur B. Guðjónsson, Andri Adolphsson, Eggert Kári Karlsson, Dean Martin, Andri Geir Alexandersson.
Lið Keflavíkur: Ómar Jóhannsson, Grétar Atli Grétarsson, Gregor Mohar, Haraldur Freyr Guðmundsson, Jóhann R. Benediktsson, Einar Orri Einarsson, Frans Elvarsson, Arnór Ingvi Traustason, Jóhann B. Guðmundsson, Guðmundur Steinarsson, Hilmar Geir Eiðsson.
Varamenn: Viktor Smári Hafsteinsson, Bojan Stefán Ljubicic, Magnús S. Þorsteinsson, Bergsteinn Magnússon, Magnús Þór Magnússon, Sigurbergur Elísson, Denis Selimovic.