Atli með þrennu í Grindavík

Hörður Árnason úr Stjörnunni og Tomi Ameobi úr Grindavík eigast …
Hörður Árnason úr Stjörnunni og Tomi Ameobi úr Grindavík eigast við í leiknum í kvöld. mbl.is/Kristinn

Eftir ágætan fyrri hálfleik hrundi vörn Grindvíkinga og Stjarnan vann öruggan 4:1 sigur þegar liðin mættust suður með sjó í kvöld í Pepsi-deild karla í fótbolta.

Aðeins voru liðnar 27 sekúndur þegar Gavin Morrison kom Grindvíkingum yfir en 8 mínútum síðar jafnaði Atli Jóhannsson.  Leikurinn var síðan fjörugur en eftir hlé var fjörið bara hjá Garðbæingum þegar Atli bætti við öðru sínu marki, Kennie Chopart kom Stjörnunni í 3:1 og Atli fullkomnaði síðan þrennuna þegar Mads Laudrup skallaði boltann í hann og í netið. Það var upplýst eftir leikinn að Atli ætti markið en fram að því var talið að Laudrup hefði skorað.

Grindvíkingar sem fyrr á botni deildarinnar með eitt stig en Stjarnan er komin með 8 stig í þriðja sætinu.

Lið Grindavíkur:  Óskar Pétursson, Loic Mbang Ondo, Pape Mamadou Faye, Scott Ramsay, Tomi Ameobi, Gavin Morrisson, Ólafur Örn Bjarnason, Óli Baldur Bjarnason,  Mikael Eklund, Marko Valdimar Stefánsson, Ray Anthony Jónsson.
Varamenn: Benóný Þórhallsson, Alex Freyr Hilmarsson, Páll Guðmundsson, Björn Berg Bryde, Jordan Edridge, Daníel Leó Grétarsson.

Lið Stjörnunnar: Ingvar Jónsson, Jóhann Laxdal, Atli Jóhannsson, Daníel Laxdal, Halldór Orri Björnsson, Alexander Scholz, Hörður Árnason, Mads Thunö Laudrup, Baldvin Sturluson, Kennie Knat Chophart, Garðar Jóhannsson.
Varamenn: Sindri Már Sigurþórsson, Hilmar Þór Hilmarsson, Bjarki Páll Eysteinsson, Gunnar Örn Jónsson, Snorri Páll Blöndal, Darri Steinn Konráðsson, Arnar Darri Pétursson.

Grindavík 1:4 Stjarnan opna loka
90. mín. Páll Guðmundsson (Grindavík) á skalla sem er varinn Óli Baldur gaf fyrir frá hægri og rétt innan við marklínu skallaði Páll en þó það hafi verið hnitmiðað var það laust og Ingvar varði á línu.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert