KR vann FH í Frostaskjólinu

KR vann FH, 2:0, í fyrsta leik 5. umferðar Pepsi-deild karla á KR-vellinum í kvöld. Þetta er fyrsta tap FH í deildinni í sumar.

Baldur Sigurðsson kom KR yfir með góðu skoti fyrir utan teig strax á 10. mínútu og þannig stóðu leikar í hálfleik.

Í seinni hálfleik varð Gunnleifur Gunnleifsson fyrir því óláni að skora sjálfsmark þegar boltinn fór af honum og inn þegar Kjartan Henry reyndi að gefa boltann fyrir mark FH.

FH sótti stíft undir lokin en tókst ekki að skapa sér nein alvöru færi gegn sterkri vörn KR. Lokatölur, 2:0, og fyrsta tap FH staðreynd.

KR er búið að jafna FH að stigum með sigrinum en bæði lið hafa 10 stig.

Nánari umfjöllun um leikinn má lesa í Morgunblaðinu í fyrramálið en myndbandsviðtöl koma inn á mbl.is seinna í kvöld.

Þá var leikurinn í beinni textalýsingu en hana má lesa hér að neðan.

Lið KR: Hannes Þór Halldórsson (M), Magnús Már Lúðvíksson, Rhys Weston, Grétar Sigfinnur Sigurðarson, Guðmundur Reynir Gunnarsson, Bjarni Guðjónsson, Viktor Bjarki Arnarsson, Baldur Sigurðsson, Kjartan Henry Finnbogason, Óskar Örn Hauksson, Þorsteinn Már Ragnarsson.
Varamenn:
Fjalar Þorgeirsson (M), Haukur Heiðar Hauksson, Egill Jónsson, Gunnar Þór Gunnarsson, Dofri Snorrason, Emil Atlason, Atli Sigurjónsson.

Lið FH:
Gunnleifur Gunnleifsson (M), Guðjón Árni Antoníusson, Hafþór Þrastarson, Freyr Bjarnason, Viktor Örn Guðmundsson, Pétur Viðarsson, Bjarki Bergmann Gunnlaugsson, Björn Daníel Sverrisson, Ólafur Páll Snorrason, Atli Guðnason, Atli Viðar Björnsson.
Varamenn: Róbert Örn Óskarsson (M), Danny Justin, Emil Pálsson, Albert Brynjar Ingason, Jón Ragnar Jónsson, Brynjar Ásgeir Guðmundsson, Hólmar Örn Rúnarsson.

KR 2:0 FH opna loka
90. mín. Leik lokið +3. Góður sigur KR sem er búið að jafna FH að stigum. Þetta er fyrsta tap FH í deildinni í sumar.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert