Finnur Orri: Megum ekki detta í þunglyndi

Það var engin gleði á varamannabekk Blika í kvöld.
Það var engin gleði á varamannabekk Blika í kvöld. mbl.is/Styrmir Kári

Finnur Orri Margeirsson fyrirliði Breiðabliks var daufur í dálkinn eftir tap sinna manna gegn Fram á heimavelli í kvöld. Blikarnir eru með 4 stig eftir fimm leiki en hafa aðeins náð að skora eitt mark í þessum leikjum.

,,Þetta er ekki að ganga hjá okkur. Við erum ekki að skora mörk og mörkin tvö sem við fengum á okkur voru af ódýrari gerðinni. Við vorum flatir í gegnum allan leikinn og það er ljóst að við vinnum ekki leik ef við skorum ekki,“ sagði Finnur Orri við mbl.is eftir leikinn.

,,Það var ansi dauft yfir okkur. Maður hefði haldið það að mönnum hlakkaði til að spila þennan leik eftir tapið á móti FH en einhvern veginn náðum við ekki að gíra okkur upp. Nú þurfa menn að leita eftir styrk í félaganum, fá gleðina og sigurviljann.

Við megum ekki detta niður í eitthvað þunglyndi og nú notum við pásuna til að rífa okkur upp og fá blóð á tennurnar. Það er engin uppgjöf í okkur en það er ljóst að við verðum að rífa okkur upp og sýna smá pung,“ sagði Finnur Orri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert