Sanngjarn sigur Framara gegn Blikum

Jökull I. Elísabetarson í baráttu við Kristján Hauksson og Alan …
Jökull I. Elísabetarson í baráttu við Kristján Hauksson og Alan Lowing mbl.is/Eggert Jóhannesson

Framarar gerðu góða ferð á Kópavogsvöll þar sem þeir lögðu Breiðablik, 2:0. Sigur gestanna var sanngjarn en þeir voru með yfirhöndina mest allan leikinn. Kristinn Ingi Halldórsson og Jón Gunnar Eysteinsson gerðu mörk Framara, sitt í hvorum hálfleik.

Framarar eru þar með komnir með 6 stig eftir fimm leiki í deildinni en Blikarnir hafa 4 stig og hafa aðeins náð að skora eitt mark í deildinni.

Nánari umfjöllun um leikinn verður í Morgunblaðinu á morgun en textalýsing er hér að neðan.

Lið Breiðabliks: Sigmar Ingi Sigurðarson (M), Þórður Steinar Hreiðarsson, Renee Troost, Sverrir Ingi Ingason, Kristinn Jónsson, Arnar Már Björgvinsson, Jökull I. Elísabetarson, Finnur Orri  Margeirsson, Rafn Andri Haraldsson, Árni Vilhjálmsson, Andri Rafn Yeoman. 
Varamenn:
Ingvar Þór Kale (M), Sindri Snær Magnússon, Haukur Baldvinsson, Elfar Aðalsteinsson, Petar Rnkovic, Guðmundur Pétursson, Olgeir Sigurgeirsson.

Lið Fram: Ögmundur Kristinsson (M), Hlynur Atli Magnússon, Kristján Hauksson, Alan Lowing, Sam Tillen, Halldór Hermann Jónsson, Almarr Ormarsson, Sam Hewson, Kristinn Ingi Halldórsson, Jón Gunnar Eysteinsson, Steven Lennon.
Varamenn:
Denis Cardaklija (M), Ásgeir Gunnar Ásgeirsson, Hólmbert Friðjónsson, Orri Gunnarsson, Sveinbjörn Jónasson, Daði Guðmundson, Stefán Birgir Jóhannesson.

Breiðablik 0:2 Fram opna loka
90. mín. Leik lokið Sanngjarn sigur Framara.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert