Alexander: Okkar besti leikur

Alexander Magnússon, leikmaður Grindavíkur, lengst t.v.
Alexander Magnússon, leikmaður Grindavíkur, lengst t.v. Sigurgeir Sigurðsson

Alexander Magnússon, leikmaður knattspyrnuliðs Grindavíkur, var nokkuð duglegur í dag og einn besti leikmaður vallarins þegar liðið gerði jafntefli við Grindavík, 2:2, í Pepsideild karla í knattspyrnu á Grindavíkurvelli. 

Hann kvað sitt lið hafa verið ákveðnir í að sækja sinn fyrsta sigur í dag en gekk sáttur frá borði með stigið. „Ég er svo sem sáttur með stigið enda var þetta erfiður leikur að spila. Við lögðum upp með að vera nálægt þeim og pressa þá vel. Það gekk bara nokkuð vel hjá okkur. Mér fannst við samt spila mjög vel enda erum við hungraðir og ekki búnir að vinna leik í sumar. Við ætluðum að gera það í dag en það gekk ekki. Skagamenn komu okkur ekkert á óvart. Þeir léku nánast alveg eins og Guðjón lagði fyrir okkur enda þekkir hann vel til þar á bæ. Baráttan í dag var til fyrirmyndar hjá okkur og líkast til okkar besti leikur á tímabilinu hingað til.  Nú verðum við bara jákvæðir og bjartsýnir á framhaldið og þetta er allt á uppleið hjá okkur,“ sagði Alexander Magnússon, leikmaður Grindavíkur eftir jafnteflið í Grindavík í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka