Skiptur hlutur í Grindavík

Grindvíkingar taka á móti Skagamönnum í dag á Grindavíkurvelli.
Grindvíkingar taka á móti Skagamönnum í dag á Grindavíkurvelli. Ómar Óskarsson

Grindvíkingar komust í tvígang yfir gegn ÍA á Grindavíkurvelli í dag en það dugði þeim ekki til sigurs. Skagamenn jöfnuðu metin í tvígang og eru þar með enn taplausir í Pepsi-deildinni eftir sex umferðir. Grindvíkingar bíða enn eftir fyrsta sigrinum og sitja sem fyrr á botninum með þrjú stig.

Tomi Ameobi kom Grindavík yfir á 32. mínútu en Jón Vilhelm Ákason jafnaði metin á síðustu mínútu síðari hálfleiks. Pape Mamadou Faye skoraði annað mark Grindavíkur á 63. mínútu eftir að hafa komið inn á sem varamaður á 63. mínútu. Mark Doninger gerði annað mark ÍA á 85. mínútu.

Fylgst verður með leiknum í beinni textalýsingu á mbl.is.

Leikskýrslan.

Lið Grindavíkur: Óskar Pétursson (m) - Loic Mbang Ondo, Ray Anthony Jónsson, Alex Freyr Hilmarsson, Matthías Örn Friðriksson, Oluwatomiwo Ameobi, Ólafur Örn Bjarnason, Óli Baldur Bjarnason, Mikael Eklund, Marko Valdimar Stefánsson, Aleander Magnússon.
Varamenn: Ian Pail McShane, Pape Mamdou Faye, Páll Guðmundsson, Scott Ramsey, Benóný Þórhallsson (m), Björn Berg Bryde, Hafþór Ægir Vilhjálmsson.

Lið ÍA: Páll Gísli Jónsson (m) - Kári Ársælsson, Ármann Smári Björnsson, Gary martin, Jóhannes Karl Guðjónsson, Garðar Bergmann Gunnlaugsson, Jón Vilhelm Ákason, Arnar Már Guðjónsson, Guðmundur Böðvar Guðjónsson, Mark Doniger, Einar Logi Einarsson.
Varamenn: Aron Ýmir Pétursson, Árni Snær Ólafsson (m),  Andri Adolphsson, Hallur Flosason, Eggert Kári Karlsson, Dean Martin,  Andri Geir Alexandersson.

Þrír fyrstu stuðningsmenn ÍA voru mættir á Grindavíkurvöll klukkustund áður …
Þrír fyrstu stuðningsmenn ÍA voru mættir á Grindavíkurvöll klukkustund áður en leikur Grindavíkur og ÍA hófst. Ljómsynd/Skúli B. Sigurðsson
Grindavík 2:2 ÍA opna loka
90. mín. Ármann Smári Björnsson (ÍA) á skot sem er varið Ólafur Bjarnason bjargar á línu eftir laust skot frá Ármann Smára
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert