Olsen, Olsen

Ekkert gefið eftir í leik ÍA og ÍBV á Skaganum. …
Ekkert gefið eftir í leik ÍA og ÍBV á Skaganum. Eyjamenn hafa nú skorað átta mörk í tveimur leikjum. mbl.is/Ómar

Ég hef sjaldan orðið vitni að annarri eins frammistöðu hjá einstaklingi í efstu deild hér á landi og hjá danska framherjanum Christian Olsen á Akranesvelli í gærkvöld. Og man ég þó tímana tvenna!

Olsen tók leikinn hreinlega í sínar hendur síðasta hálftímann og skoraði þrennu í ótrúlegum sigri ÍBV, 4:0, á toppliði Skagamanna. Og auk þess nýtti hann ekki vítaspyrnu í uppbótartímanum því Páll Gísli Jónsson, sem var besti maður ÍA, ótrúlegt en satt, varði spyrnuna glæsilega.

Fyrir leikinn var ÍA ósigrað á toppnum, ÍBV með einn sigur í næstneðsta sætinu. Sú staða var blekkjandi fyrirfram, hvað varðar getu þessara tveggja liða, og miðað við leikinn í gærkvöld þá ættu hlutverkin að vera þveröfug.

Eftir nokkuð jafnan fyrri hálfleik tók ÍBV málin gjörsamlega í sínar hendur og þegar upp var staðið hefðu mörkin getað orðið miklu fleiri en fjögur.

Sjá nánar um leikinn í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert