Keflvíkingar unnu sanngjarnan sigur á Fram í Pepsi-deild karla í knattspyrnu á Laugardalsvelli í kvöld. Lokatölur 0:2. Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is
Keflvíkingar léku mjög vel í fyrri hálfleik og erðu þeir Frans Elvarsson og Guðmundur Steinarsson mörkin, það fyrra eftir kmistök í vörn Fram en það síðara gerði Guðmundur með skoti rétt við miðlínu. Síðari hálfleikurinn var mjög daufur og fátt markvert sem gerðist í honum.
Fram: Ögmundur Kristinsson, Kristján Hauksson, Halldór Hermann Jónsson, Jón Gunnar Eysteinsson, Samuel Lee Tillen, Steven Lennon, Almarr Ormarsson, Hlynur Atli Magnússon, Samuel Hewson, Hólmbert Aron Friðjónsson, Alan Lowing. Varamenn: Denis Cardakilja, Daði Guðmundsson, Ásgeir Gunnar Ásgeirsson, Orri Gunnarsson, Sveinbjörn Jónasson, Gunnar Oddgeir Birgisson, Stefán Birgir Jónhannesson.
Keflavík: Ómar Jóhannesson, Jóhann Ragnar Benediktsson, Haraldur Freyr Guðmundsson, Gregor Mohar, Einar Orri Einarsson, Jóhann Birnir Guðmundsson, Guðmundur Steinarsson, Arnór Ingvi Traustason, Sigurbergur Elísson, Frans Elvarsson, Grétar Atli Grétarsson. Varamenn: Árni Freyr Ásgeirsson, Bojan Stefán Ljubicic, Hilmar Geir Eiðsson, Magnús Sverrir Þorsteinsson, Magnús Þór Magnússon, Denis Selimovic, Ísak Örn Þórðarson.