Þriðji sigur ÍBV í röð

Guðmundur Þórarinsson, annar frá hægri, kom ÍBV yfir í leiknum …
Guðmundur Þórarinsson, annar frá hægri, kom ÍBV yfir í leiknum í kvöld. mbl.is/Ómar

ÍBV vann þriðja leik sinn í röð í Pepsi-deild karla í kvöld þegar liðið lagði Grindavík, 3:1, á Grindavíkurvelli eftir markalausan fyrri hálfleik. Grindavíkurliðið er því áfram án sigurs á botni deildarinnar með 3 stig eftir átta leiki. ÍBV er hinsvegar komið með 11 stig.

Guðmundur Þórarinsson skoraði fyrsta mark ÍBV á 65. mínútu og George Baldock bætti við öðru marki á 72. mínútu. Varamaðurinn Tonny Mawejje skoraði þriðja markið undir leikslok. Magnús Björgvinsson skoraði fyrsta mark sitt fyrir Grindavík örfáum andartökum fyrir leikslok en hann hafði komið inn á sem varamaður 10 mínútum áður.

Grindavíkingar léku manni færi allan síðari hálfleikinn eftir að Marko Valdimar Stefánsson fékk rautt spjald á 44. mínútu þegar hann fékk sitt annað gula spjald í leiknum.

Fylgst var með leiknum í textalýsingu á mbl.is.

Grindavík: Óskar Pétursson (m) - Ray Athonty Jónsson, Paul McShane, Matthías Örn Friðriksson, Scott Ramsay, Oluwatomiwo Ameobi, Björn Berg Bryde, Ólafur Örn Bjarnason, Mikael Eklund, Marko Valdimar Stefánsson,  Alexander Magnússon.
Varamenn: Benóný Þórhallsson (m), Alex Freyr Hilmarsson, Magnús Björgvinsson, Óli Baldur Bjarnason, Daníel Leí Grétarsson, Hafþór Ægir Vilhjálmsson.

ÍBV: Abel Dhaira (m) - Brynjar Gauti Guðjónsson, Matt Garner, Þórarinn Ingi Valdimarsson, Guðmundur Þórinsson, Trygvvi Guðmundsson, Christian Olsen, Georg Baldock, Rasmus Christiansen, Víðir Þorvarðarson, Ian  Jeffs.
Varamenn: Guðjón Orri Sigurjónsson (m),  Gunnar Már Guðmundsson, Yngvi Magnús Borgþórsson, Aaron Spear, Ragnar Leósson, Tonny Mawejje, Eyþór Helgi Birgisson.

Grindavík 1:3 ÍBV opna loka
90. mín. Magnús Björgvinsson (Grindavík) skorar - slapp inn fyrir vörn ÍBV og skoraði auðveldlega eftir að hafa fengið sendingu frá Hafþóri Ægi.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert