Eyjamenn komnir í þriðja sætið

Rúnar Már Sigurjónsson, Víðir Þorvarðarson og Guðjón Pétur Lýðsson í …
Rúnar Már Sigurjónsson, Víðir Þorvarðarson og Guðjón Pétur Lýðsson í leiknum í Eyjum í dag. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

ÍBV sigraði Val, 2:0, í fyrsta leiknum í 9. umferð úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu, Pepsi-deildarinnar, á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum í dag.

Ian Jeffs kom Eyjamönnum yfir á 75. mínútu og Tonny Mawejje bætti öðru marki við á 79. mínútu.

ÍBV vann þar með fjórða leikinn í röð í deildinni og er komið í þriðja sætið með 14 stig, næst á eftir FH, sem er með 17 stig og KR, sem er með 16 stig. Valsmenn síga niður í 7. sætið með 12 stig.

Lið ÍBV: Abel Dhaira - George Baldock, Brynjar Gauti Guðjónsson, Rasmus Christiansen, Matt Garner - Víðir Þorvarðarson, Guðmundur Þórarinsson, Þórarinn Ingi Valdimarsson, Tonny Mawejje - Christian Olsen, Tryggvi Guðmundsson.
Varamenn: Gunnar Már Guðmundsson, Yngvi Magnús Borgþórsson, Aaron Spear, Ragnar Leósson, Ian Jeffs, Arnór E. Ólafsson, Guðjón Orri Sigurjónsson (M).

Lið Vals: Ásgeir Þór Magnússon - Brynjar Kristmundsson, Halldór K. Halldórsson, Atli Sveinn Þórarinsson, Úlfar Hrafn Pálsson - Guðjón Pétur Lýðsson, Ásgeir Þór Ingólfsson, Rúnar Már Sigurjónsson - Matthías Guðmundsson, Kolbeinn Kárason, Hörður Sveinsson.
Varamenn: Hafsteinn Briem, Hilmar Rafn Emilsson, Kristinn Freyr Sigurðsson, Indriði Áki Þorláksson, Andri Fannar Stefánsson, Breki Bjarnason, Nikulás Snær Magnússon (M).

ÍBV 2:0 Valur opna loka
90. mín. ÍBV fær hornspyrnu
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert