Grindavík tryggði sig inn í undanúrslitin

Scott Ramsay og Þorvaldur Sveinn Sveinsson eigast við í leiknum …
Scott Ramsay og Þorvaldur Sveinn Sveinsson eigast við í leiknum í Víkinni. mbl.is/Golli

Grindavík tryggði sér í kvöld sæti í undanúrslitum Borgunarbikars karla í fótbolta með sigri á 1. deildar liði Víkings úr Reykjavík, 3:0, í Víkinni.

Víkingar spiluðu vel í fyrri hálfleik en það voru Grindvíkingar sem skoruðu markið. Pape Mamadou Faye kom gestunum yfir með marki af stuttu færi á 33. mínútu.

Gestirnir bættu við marki úr sinni fyrstu sókn í seinni hálfleik en þá skoraði Alexander Magnússon eftir glæsilegan undirbúning Pape sem þurfti síðan að fara meiddur af velli skömmu síðar.

Ray Anthony Jónsson innsiglaði svo öruggan sigur gestanna úr Grindavík með fallegu marki úr langskoti á 77. mínútu, 3:0, og þar við sat.

Nánar verður fjallað um leikinn í Morgunblaðinu í fyrramálið en myndbandsviðtöl koma inn á mbl.is seinna í kvöd.

Lið Víkings R.: Magnús Þormar, Þorvaldur Sveinn Sveinson, Hjalti Már Hauksson, Halldór Smári Sigurðsson, Kristinn Jóhannes Magnússon, Egill Atlason, Jón Guðbrandsson, Kjartan Dige Baldursson, Helgi Sigurðsson, Aron Elís Þrándarson, Gunnar Helgi Steindórsson.
Varamenn:
Chris Ross, Marteinn Briem, Kristinn Jens Bjartmarsson, Sigurður Egill Lárusson, Patrik Snær Atlason, Viktor Jónsson, Skúli Sigurðsson.

Lið Grindavíkur: Óskar Pétursson, Ray Anthony Jónsson, Pape Mamadou Faye, Matthías Örn Friðriksson, Scott Ramsey, Björn Berg Bryde, Magnús Björgvinsson, Ólafur Örn Bjarnason, Mikael Eklund, Marko Valdimar Stefánsson, Alexander Magnússon.
Varamenn:
Benóný Þórhallsson, Alex Freyr Hilmarsson, Óli Baldur Bjarnason, Daníel Leó Grétarsson, Hafþór Ægi Vilhjálmsson.

Víkingur R. 0:3 Grindavík opna loka
90. mín. Uppbótartími að hefjast.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert