Tveir Grindvíkingar í bann

Scott Ramsay missir af næsta leik Grindavíkur.
Scott Ramsay missir af næsta leik Grindavíkur. mbl.is/Ómar

Botnlið Grindavíkur í Pepsideild karla í knattspyrnu verður án þeirra Alexanders Magnússonar og Scott Ramsay gegn Fylki á mánudagskvöld en þeir voru í gær úrskurðaðir í eins leiks bann vegna fjögurra gulra spjalda.

Samuel Tillen úr Fram verður í banni gegn ÍBV á sunnudag af sömu sökum, og Blikinn Renee Troost missir af leiknum við Stjörnuna á mánudaginn.

Selfyssingurinn Endre Ove Brenne fékk eins leiks bann vegna rauða spjaldsins sem hann fékk gegn Stjörnunni í síðustu umferð Pepsideildarinnar en hann tók út bannið í bikarleiknum við Þrótt R.

Þóra Margrét Ólafsdóttir frá Selfossi var eini leikmaður Pepsideildar kvenna sem fékk bann en hún missir af leik við KR eftir viku vegna fjögurra gulra spjalda.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert