Ólafur: KR var sterkasta liðið í pottinum

Grindvíkingar fá Íslands- og bikarmeistara KR í heimsókn í undanúrslitum Borgunarbikarsins í knattspyrnu en dregið var í hádeginu. 

Ólafur Örn Bjarnason sagðist í samtali við mbl.is búast við góðri stemningu í kringum leikinn en benti á að hingað til hafi Grindavík spilað á útivelli í keppninni í sumar. 

Ólafur sagði jafnframt að ekki yrði framhjá því horft að KR hefði verið sterkasta liðið í pottinum en sagði að Grindavík gæti unnið KR.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka