Í viðræðum við nokkur lið

Mark Doninger.
Mark Doninger. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Það eru fjögur til fimm lið búin að spyrja um stöðu mína og ég er búinn að tala við nokkur þeirra,“ segir enski miðjumaðurinn Mark Doninger, leikmaður ÍA, sem í fyrradag skilaði inn félagaskiptabeiðni á Skaganum.

Morgunljóst er að Doninger er að yfirgefa Skagann og hefur hann úr nokkrum tilboðum að velja.

Tekur það rólega

„Ég talaði við eitt lið í Pepsi-deildinni sem er með nokkuð spennandi tilboð. Ég er bara að reyna taka þetta rólega og velja vel. Umboðsmaður minn er að ræða við þessi lið líka og lætur mig vita hvað er að gerast,“ segir Doninger en umboðsmaðurinn var einmitt á hinni línunni þegar Morgunblaðið heyrði í Doninger í gærkvöldi.

Nánar um málið í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert