Guðmann tryggði FH sigur gegn Grindavík

Óli Baldur Bjarnason Grindvíkingur sækir ða marki FH.
Óli Baldur Bjarnason Grindvíkingur sækir ða marki FH. mbl.is/Ómar

FH lyfti sér aftur upp í 2. sæti Pepsi-deildar karla með sigri á botnliði Grindavíkur, 1:0. Miðvörðurinn Guðmann Þórisson skoraði eina markið eftir ríflega fimm mínútna leik.

FH er með 23 stig, einu stigi minna en KR en á leik til góða á Íslandsmeistarana. Grindavík er rótfast við botninn með aðeins sex stig.

Nánari umfjöllun verður um leikinn í Morgunblaðinu í fyrramálið en viðtöl koma inn á mbl.is seinna í kvöld.

Byrjunarlið Grindvíkinga: Óskar Pétursson, Matthías Örn Friðriksson, Scott Ramsay, Björn Bryde, Magnús Björgvinsson, Ólafur Örn Bjarnason, Óli Baldur Bjarnason, Mikael Eklund, Alexander Magnússon, Hafþór Ægir Vilhjálmsson.
Varamenn: Hákon Ívar Ólafsson, Pape Mamadou Faye, Alex Freyr Hilmarsson, Tomi Ameobi, Ægir Þorsteinsson (m), Marko V. Stefánsson, Daníel Leó Grétarsson.

Byrjunarlið FH: Gunnleifur Gunnleifsson, Guðjón Árni Antoníusson, Danny Thomas, Pétur Viðarsson, Emil Pálsson, Björn Daníel Sverrisson, Atli Guðnason, Bjarki Gunnlaugsson, Albert Ingason, Guðmann Þórisson, Hólmar Örn Rúnarsson.
Varamenn: Jón Ragnar Jónsson, Einar Karl Ingvarsson, Róbert Örn Óskarsson (m), Ólafur Páll Snorrason, Brynjar Ásgeir Guðmundsson, Bjarki Már Benediktsson, Viktor Örn Guðmundsson.

Grindavík 0:1 FH opna loka
90. mín. Emil Pálsson (FH) fer af velli
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert