Fylkir í fimmta eftir sigur í Keflavík

Hilmar Geir Eiðsson skorar fyrir Keflavík í fyrri leiknum gegn …
Hilmar Geir Eiðsson skorar fyrir Keflavík í fyrri leiknum gegn Fylki. mbl.is/Árni Sæberg

Fylkismenn eru komnir uppí 5. sæti úrvalsdeildar karla í fótbolta, Pepsi-deildarinnar, eftir sigur á Keflvíkingum, 2:0, á Nettóvellinum í Reykjanesbæ í kvöld.

Staðan var markalaus þar til korter var eftir af leiknum. Þá skoraði Jóhann Þórhallsson, nýkominn inná sem varamaður, og Ingimundur Níels Óskarsson innsiglaði sigur Árbæjarliðsins á 88. mínútu eftir skyndisókn.

Fylkir er með 19 stig í 5. sæti deildarinnar en Keflvíkingar eru í 8. sætinu með 15 stig.

Lið Keflavíkur: Ómar Jóhannsson - Grétar Atli Grétarsson, Magnús Þór Magnússon, Haraldur Freyr Guðmundsson, Jóhann R. Benediktsson - Jóhann B. Guðmundsson, Frans Elvarsson, Arnór Ingvi Traustason, Einar Orri Einarsson, Sigurbergur Elísson, Guðmundur Steinarsson.
Varamenn: Viktor Smári Hafsteinsson, Bojan Stefán Ljubicic, Hilmar Geir Eiðsson, Magnús S. Þorsteinsson, Árni Freyr Ásgeirsson (M), Daníel Gylfason, Denis Selimovic.

Lið Fylkis: Bjarni Þ. Halldórsson - Tómas Þorsteinsson, Elís Rafn Björnsson, Davíð Þór Ásbjörnsson, Kjartan Ágúst Breiðdal, Finnur Ólafsson, Ásgeir Börkur Ásgeirsson, Oddur Ingi Guðmundsson, Ingimundur Níels Óskarsson, Árni Freyr Guðnason, Björgólfur  Takefusa.
Varamenn: Jóhann Þórhallsson, Magnús Þórir Matthíasson, Andri Már Hermannsson, Rúrik Andri Þorfinnsson, Styrmir Erlendsson, Ásgeir Eyþórsson, Kristján Finnbogason (M).

Keflavík 0:2 Fylkir opna loka
90. mín. Ásgeir Eyþórsson (Fylkir) á skot sem er varið Ómar þurfti að hafa sig allan við en varði vel langt skot frá Ásgeir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka