Þorvaldur: Lennon áfram meðan ég er þjálfari

Steven Lennon.
Steven Lennon. mbl.is/Ómar

„Er ekki búið að ræða nóg um Steven Lennon í vikunni,“ spurði Þorvaldur Örlygsson þjálfari Fram á móti þegar mbl.is spurði hann um stöðu skoska framherjans hjá félaginu eftir sigurinn á Val á Hlíðarenda í kvöld, 2:0, í Pepsi-deildinni í fótbolta.

Lennon skoraði síðara mark Fram í leiknum og átti góðan leik en mikil umræða hefur verið um það síðustu daga að hann væri væntanlega á förum frá Safamýrarliðinu.

„Lennon er leikmaður Fram í dag og ég er þjálfari liðsins. Hann verður áfram leikmaður Fram á meðan ég er þjálfari,“ sagði Þorvaldur.

Aðspurður hvort hann væri ekki ánægður með frammistöðu Skotans í kvöld, eftir allt umtalið að undanförnu, svaraði Þorvaldur: „Já, Lennon er heiðarlegur strákur sem hefur staðið sig vel með okkur og hann spilaði vel í kvöld.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert